Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. maí. 2012 11:54

Margar opinberar stofnanir á Vesturlandi til fyrirmyndar

Niðurstöður úr könnun á Stofnun ársins í röðum stofnana sem heyra undir ríki og bæ voru kynntar á Hilton hóteli síðdegis á föstudaginn. Það er SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu, sem stendur fyrir þessari könnun ásamt Verslunarmannafélagi Reykjavíkur, ríkinu og Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Um er að ræða eina stærstu vinnumarkaðskönnun hér á landi. Þetta er í sjöunda sinn sem SFR tekur þátt í könnuninni en tæplega 50 þúsund starfsmenn á almennum og opinberum vinnumarkaði fengu ítarlega könnun með fjölmörgum spurningum. Könnun SFR tekur mið af niðurstöðum 5500 ríkisstarfsmanna en tekur nú til allra starfsmanna ríkisstofnana óháð stéttarfélagsaðild. Skemmst er frá því að segja að niðurstöður í könnuninni voru einkar ánægjulegar fyrir Vesturland en stofnanir þaðan hreinlega röðuðu til sín verðlaunum. Í röðum þeirra stofnana sem standa sig best má nefna báða grunnskólana á Akranesi, leikskólana Garðasel og Vallarsel, Landmælingar Íslands, Spöl, Faxaflóahafnir og Sýslumanninn í Borgarnesi.

 

 

Skólastofnanir að skora hátt

Leikskólinn Garðasel á Akranesi hlaut viðurkenningu sem Stofnun ársins 2012 í flokknum borg og bær, meðalstórar stofnanir. Í öðru sæti í þeim flokki urðu Félagsbústaðir hf. í Reykjavík en leikskólinn Vallarsel á Akranesi varð í þriðja sæti.

Grundaskóli á Akranesi hlaut fyrstu verðlaun í flokki stórra stofnana hjá ríki og bæ. Í öðru sæti í þeim flokki urðu Faxaflóahafnir og Brekkubæjarskóli á Akranesi varð í 3. sæti. „Þessi árangur skólanna er sérlega ánægjulegur og mikil viðurkenning fyrir öflugt skólastarf á Akranesi,“ segir í tilkynningu frá Akraneskaupstað. Til gamans má geta þess að það eru systur sem stýra þeim stofnunum sem lentu í fyrsta sæti í hvorum sinna flokka, þ.e. Hrönn Ríkharðsdóttir í Grundaskóla og Ingunn Ríkharðsdóttir á leikskólanum Garðaseli.

 

Fyrirmyndar ríkisstofnanir

Könnunin SFR var gerð meðal félagsmanna og annarra ríkisstarfsmanna á starfsskilyrðum þeirra og líðan á vinnustað. Landmælinga Íslands á Akranesi urðu í fyrsta sæti í vali á Stofnun ársins 2012 í flokki meðalstórra ríkisstofnana með 20-49 starfsmenn. „Þessi góða einkunn sem starfsmenn Landmælinga Íslands gefa vinnustað sínum er vitnisburður um góðan starfsanda, öfluga starfsmannastefnu og góða stjórnun vinnustaðarins. LMÍ hafa tekið þátt í þessari könnun frá upphafi og hafa ætíð verið framarlega í flokki,“ segir Magnús Guðmundsson forstjóri LMí í samtali við Skessuhorn.

Embætti Sérstaks saksóknara, þar sem Ólafur Þór Hauksson sýslumaður á Akranesi ræður ríkjum, hlaut titilinn stofnun ársins í flokki stórra ríkisstofnana með fleiri en 50 starfsmenn.

Loks var Persónuvernd efst í flokki lítilli ríkisstofnana sem hafa færri en 20 starfsmenn. Í þeim flokki varð hástökkvari ársins embætti Sýslumannsins í Borgarnesi, sem hækkaði úr raðeinkunn 30 í 96 eða um 66 sæti.

 

Fyrirtæki ársins hjá VR

Verslunarmannafélag Reykjavíkur gerði sambærilega könnun meðal félagsmanna sinna. Fyrirtækin Johan Rönning, Bernhard og Sæmark eru Fyrirtæki ársins árið 2012 samkvæmt niðurstöðum þessarar árlegu könnunar VR. Eirvík er það fyrirtæki sem bætir sig mest á milli ára og fær titilinn Hástökkvari ársins 2012. Í fimmta sæti af litlum fyrirtækjum hjá VR varð Spölur.

 

Fleiri myndir frá athöfninni á Hilton birtast í næsta Skessuhorni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is