Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. maí. 2012 06:18

Jafntefli í fyrsta leik Víkings

Jafntefli þar sem bæði lið skoruðu eitt mark varð niðurstaðan í leik Víkings Ólafsvík og Fjölnis á Ólafsvíkurvelli á laugardaginn í fyrstu umferð 1. deildar karla í fótboltanum. Fyrir leikinn var Víkingi Ó spáð fimmta sæti í deildinni en Fjölnismönnum því sjöunda. Víkingarnir voru talsvert sterkari í fyrri hálfleik og sköpuðu sér mörg hættuleg færi. Það var þó úr vítaspyrnu á 40. mínútu að markið heimamanna leit dagsins ljós. Guðmundur Steinn Hafsteinsson fyrirliði hafði þá verið tekinn niður í vítateignum og enginn vafi fyrir Þórð Má Gylfason að dæma víti. Edin Beslija tók spyrnuna og skoraði örugglega.

 

 

 

 

Mikið jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik en fór engu að síður svo að það voru Fjölnismenn sem skoruðu jöfnunarmark sitt á 54. mínútu og var þar á ferðinni Ómar Hákonarson. Eftir það urðu sóknir Fjölnismanna þyngri og mátti litlu muna að gestirnir færu með öll þrjú stigin frá Ólafsvík, en Einar Hjörleifsson, markvörður heimamanna, varði í tvígang dauðafæri í lok leiks og var hetja Víkinga.

 

Víkingar Ó heimsækja Tindastól í annarri umferð og hefst leikurinn klukkan 16 á laugardaginn á Sauðárkróksvelli.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is