14. maí. 2012 12:01
Skógræktarfélag Ísland og sveitarfélagið Borgarbyggðar fara brátt af stað með atvinnuátak í samstarfi við Skógræktarfélag Borgarfjarðar. Þetta er í þriðja skiptið sem þetta átak fer í gang á svæðinu og hefur Friðrik Aspelund skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Borgarfjarðar verið ráðinn til að stýra verkefninu. Átakið veitir fjórum af atvinnuleysisskrá atvinnu í sumar við ýmis hefðbundin skógræktarstörf, svo sem gróðursetningu, umhirðu stíga og uppbyggingu útivistarsvæða svo sem í Daníelslundi við Svignaskarð, Einkunnum og á öðrum stöðum sem þurfa þykir. Að sögn Einars Jónssonar hjá Skógræktarfélagi Íslands hafa átaksverkefni sem þessi reynst vel víða um landið. Með þeim er unnið að fegrun umhverfisins, ræktun skóga og uppbyggingu útivistarsvæða. Slík vinna stuðlar síðan að auknum fjölda ferðamanna sem njóta náttúrunnar í ríkara mæli.