Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. maí. 2012 01:01

Raftasýning gekk vel en færri mættu vegna veðurútlits

Hin árlega stórsýning Bifhjólafjelagsins Raftanna var haldin í og við Hjálmaklett í Borgarnesi sl. laugardag. Þetta er tíunda sýningin sem félagið stendur fyrir að vori í Borgarnesi. „Við erum bara mjög sáttir. Vegna veðurútlits komu mun færri hjól en venjulega hingað á svæðið, en við erum ánægðir með að þá kom bifhjólafólkið bara á bílum í staðinn og sýndi því sem við erum að gera og sýningunni um leið ákveðna virðingu. Engu að síður var þetta minni sýning en síðustu tvö árin. Það rigndi mikið fyrir sunnan og því var eðlilegt að drægi úr aðsókn, þótt veðrið hjá okkur í Borgarnesi hafi verið ágætt á laugardaginn. Þetta gekk allt saman mjög vel. Seljendur voru ánægðir með viðtökur sem þeir fengu. Þá brydduðum við upp á nýjungum í sýningarhlutanum. Það var sýnt á staðnum hvernig tattú er gert, einn sýndi leðursmíði og enn annar skartgripasmíði. Úti vorum við svo með ýmsa leiki fyrir börn og fullorðna,“ segir Kristberg Jónsson formaður Raftanna í samtali við Skessuhorn.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is