Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. maí. 2012 04:03

Kallar eftir fundi um áhrif veggjaldahækkunar

Árni Múli Jónsson bæjarstjóri á Akranesi hefur sent Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra bréf þar sem hann skorar á ráðherra að beita sér gegn því að tilskipun ESB, sem varðar jöfnun veggjalda og bann við afsláttarkjörum, verði samþykkt hér á landi. Ítarlega var greint frá málinu í síðasta Skessuhorni. Einnig óskaði Árni Múli eftir fundi með ráðherra til að ræða málið og gera grein fyrir sjónarmiðum og rökum bæjarstjórnar Akraness. Tilskipunin, ef hún yrði samþykkt hér á landi, myndi valda því að veggjald fyrir stakar ferðir fólksbíla í göngin myndu lækka um 45%, fara úr 1.000 krónum í 550 krónur. Lægsta veggjald fyrir 100 ferðir í áskrift myndi aftur á móti hækka um 70%, fara úr 283 krónum í 480 kr.

 

 

 

 

Í bréfi bæjarstjóra segir orðrétt: „Að undanförnu hafa fjölmiðlar fjallað nokkuð um tilskipun Evrópusambandsins sem m.a. varðar afsláttarkjör gjalda fyrir notkun samgöngumannvirkja og áhrif hennar til breytinga á ákvörðun veggjalds í Hvalfjarðargöng. Ljóst er að mál þetta snertir mjög mikla og mikilvæga hagsmuni þeirra 6.600 einstaklinga sem búa á Akranesi og alveg sérstaklega m.t.t. möguleika og aðstöðu hvað varðar atvinnu og nám. Nýjar kannanir staðfesta að mjög margir fara reglulega á milli Akraness og höfuðborgarsvæðisins vegna atvinnu og/eða náms og er ljóst að umræddar breytingar á veggjaldi munu hafa mjög íþyngjandi áhrif fjárhagslega fyrir það fólk og skerða verulega möguleika og kjör þess að því leyti og þar með stöðu og möguleika þessa búsetu- og atvinnusvæðis almennt. Með vísan til þess sem að framan er rakið beini ég, fyrir hönd íbúa á Akranesi, þeirri eindregnu áskorun til þín að þú beitir þér fyrir því að umrædd tilskipun Evrópusambandsins verði ekki látin taka gildi á Íslandi.“

 

Þá segir Árni Múli að hafa verði í huga að gjaldtaka vegna Hvalfjarðarganga sé tímabundin og ljúki væntanlega í lok árs 2018 þegar framkvæmdalán verða að fullu greidd. „Innheimta veggjaldsins með þeim hætti sem gert hefur verið frá opnun ganganna árið 1998 hefur á engan hátt raskað samkeppni, heldur þvert á móti bætt búsetuskilyrði beggja vegna Hvalfjarðarganga. Stuðla ber fremur að því að lækka veggjaldið en hækka á þeim sem mest nota þessa mikilvægu samgöngubót. Á þann hátt mun samfélagið njóta ávinnings umfram það sem verið hefur,“ segir Árni Múli í bréfi til innanríkisráðherra.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is