15. maí. 2012 08:48
Vegir eru nú greiðfærir á Vestur-, Suður- og Suðausturlandi, þó er varað við hálku á Holtavörðuheiði og hálkublettum á Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er hálka á Steingrímsfjarðarheiði og á Þröskuldum. Hálkublettir eru í Ísafjarðardjúpi og víða í Ísafjarðarbæ. Ófært er á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði. en mokstur stendur yfir. Á Norðurlandi er hálka og hálkublettir í Húnavatnssýslum. Hálka er í Langadal, á Vatnsskarð og á Þverárfjalli. Hálka og hálkublettir eru víða í Skagafirði. Á Norðausturlandi eru hálkublettir og éljagangur á Öxnadalsheiði. Éljagangur, hálka eða snjóþekja er víð á Norðausturlandi. Á Austurlandi er þæfingur á Möðrudalsöræfum og mokstur stendur yfir. Hálka, snjóþekja og skafrenningur er um allt Austan vert landið. Að lokum er minnt á að á hálendinu er akstur víða bannaður vegna aurbleytu og hættu á skemmdum.