15. maí. 2012 08:53
Blakfélagið Bresi á Akranesi tók þátt í öldungamóti í blaki sem haldið var á Siglufirði helgina 27. apríl til 1. maí sl. Bresi sendi tvö lið til þátttöku, eitt í 5. deild og annað í 3. deild. Liðið sem keppti í 3. deildinni vann sína deild og spilar því í 2. deild að ári.
Á myndinni eru þær f.v. Ragnheiður Ragnarsdóttir, Steindóra Steinsdóttir, Ingunn Sveinsdóttir, Erna Sigurðardóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Anna Lárusdóttir og Jóna Björg Olsen.