Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. maí. 2012 06:19

Rætt um stofnun próteinverksmiðju á Snæfellsnesi

Félag sem undirbýr stofnun próteinverksmiðju á Snæfellsnesi stendur í dag, miðvikudaginn 16. maí, fyrir fundi í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík. Fundarefni er kynning á uppbyggingu og rekstri próteinverksmiðjunnar Snæpróteins á Snæfellsnesi og var áhugamönnum um slíkan rekstur boðið að sitja fundinn. Til hans voru þó sérstaklega boðaðir forsvarsmenn sjávarútvegsfyrirtækja á Snæfellsnesi, fulltrúar viðskiptabankanna, forsvarsmenn sveitarfélaganna, fulltrúar Atvinnuráðgjafar Vesturlands auk stjórnar og hluthafa í Þróunarfélagi Snæfellinga.  Til fundarins boðaði Sturla Böðvarsson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Snæfellinga ehf. Hann sagði í samtali við Skessuhorn að meiningin væri að í fyrirhugaðri verksmiðju yrði unnið prótein úr slógi og fiskúrgangi sem til félli, verðmætum sem í dag væru urðuð eða rynnu til sjávar. Hann sagði að engan veginn væri hægt að gera sér grein fyrir hve mörg störf yrðu til með verksmiðjunni. „Fyrst og fremst eru það verðmætin sem við viljum auka úr útveginum og svo verður að koma í ljós hve mikla atvinnu það skapar,” segir Sturla.

 

 

 

Á fundinum í dag verður fyrirhugað verkefni kynnt. Gunnar Pálsson yfirmaður þróunar og nýsköpunar hjá Vélsmiðjunni Héðni kynnir hönnun á búnaði til próteinvinnslu, starfsmenn Matís fjalla um aukin verðmæti sjávarfangs og vinnslu próteins, Helgi Már Halldórsson arkitekt gerir grein fyrir undirbúningi og ferli við umsókn um byggingarleyfi og starfsleyfi, Einar Eyjólfsson atvinnuráðgjafi hjá SSV fer yfir rekstrarforsendur og hráefnisöflun, rætt verður um markaðsmál og fjármögnun arðbærra verkefna og að lokum fyrirspurnir og umræður.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is