Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. maí. 2012 01:15

Fjórir skólar af Vesturlandi styrktir af Sprotasjóði

Búið er að úthluta úr sprotasjóði mennta- og menningarmála-ráðuneytisins fyrir næsta skólaár. Hlutverk sjóðsins er að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi og er hann sameiginlegur fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Þetta árið verða áherslusvið Sprotasjóðsins þróun skólanámskrár með hliðsjón af nýrri menntastefnu og virkt lýðræði, mannréttindi og samskipti í skólum. 190 umsóknir bárust Sprotasjóði og styrkir voru veittir til 46 verkefna að upphæð rúmlega 43 milljónir króna.

Fjórir skólar á Vesturlandi hlutu styrk úr sjóðnum og hver þeirra á mismunandi skólastigi:

Leikskólinn Ugluklettur í Borgarnesi fékk 900.000 kr. til verkefnisins „Skólanámskrá Uglukletts. Leikur, virðing, gleði.“ Heiðarskóli, sameinaður leik- og grunnskóli í Hvalfjarðarsveit fékk 800.000 kr. til verkefnisins: „Sameining sjónarmiða – skólanámskrá sameinaðs leik- og grunnskóla.“ Brekkubæjarskóli á Akranesi fékk 700.000 kr. til verkefnisins: „Samvinna við innleiðingu á grunnþáttum menntunar sem leiðarljós við endurskoðun á skólanámskrá.“ Loks fékk Fjölbrautaskóli Snæfellinga eina milljón króna í styrk til verkefnisins: „Hæfnimiðað nám í FSN.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is