Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. maí. 2012 03:15

Úfnir og þreyttir sauðfjárbændur eftir langar vaktir

„Það var úfinn, þreyttur og ljótur sauðfjárbóndi sem glotti framan í mig þegar litið var í spegilinn í morgun. Allavega átti mín snyrtibudda ekki möguleika á því að breyta þessari mynd í „virðulega“ húsfreyju. Ekkert minna en flot og sparsl hefði dugað svo nær hefði verið að leita á náðir múrarameistara en snyrtifræðings. En auðveldasta og besta ráðið er bara að vera ekkert að þvælast fyrir framan spegilinn enda í nógu öðru að snúast þessa dagana. Það var t.d dýrðlegt að enda kvöldvaktina á því að sjá sólina koma upp fyrir fjöllin og hlýja jörðinni ekki veitir af.“ Þannig ritar sauðfjárbóndinn Sigrún Ólafsdóttir í Hallkelsstahlíð á bloggsíðu sína eftir langa vakt í fjárhúsunum. Óhætt er að segja að annir sauðfjárbænda séu í hámarki nú þegar tími sauðburðar stendur víðast hvar sem hæst. Þá er veðráttan ekki til að létta störfin því erfitt er að setja út lambfé eins og veðrið hefur verið undanfarna daga. Því eru vaktir sauðfjárbændanna erfiðari en þegar þannig viðrar að hægt er að sleppa fé út fljótlega eftir burð. Sjá nánar blogg Sigrúnar í Hlíð á http://www.hallkelsstadahlid.is/blog/

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is