Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. maí. 2012 04:32

Söngleikjaverkefni Grundaskóla hlaut Foreldraverðlaunin 2012

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra voru afhent í 17. sinn á tuttugasta afmælisári samtakanna í dag, 16. maí, við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu. Söngleikjaverkefni Grundaskóla á Akranesi hlaut Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2012. Auk foreldra við skólann eru það félagarnir Einar Viðarsson, Flosi Einarsson og Gunnar Sturla Hervarsson sem borið hafa hita og þunga af uppsetningu söngleikjanna frá upphafi. Auk þeirra hefur Friðrika Eygló Gunnarsdóttir átt stóran þátt í uppfærslu söngleikjanna meðal með í búningahönnun og leikmunagerð. Í tilkynningu frá Heimili og skóla segir um söngleikjaverkefni Grundaskóla: „Markmiðin með söngleikjaverkefninu eru fjölmörg og tengjast þau beint eða óbeint inn í námskrá skólans. Slík verkefni eru hins vegar kostnaðarsöm, tímafrek og eru að mestu leyti unnin utan við hefðbundinn skólatíma. Foreldrar hafa stutt þessi verkefni með mikilli sjálfboðavinnu og öflugri þátttöku með börnum sínum. Aðkoma foreldra er margvísleg og mikilvæg því mörg verk þarf að vinna við slíka uppsetningu og verkefnið eflir skólabraginn."

Auk Foreldraverðlaunanna sjálfra voru veitt Hvatningarverðlaun og Dugnaðarforkaverðlaun. Hvatningarverðlaun 2012 hlaut Þorpið – þekkingarsamfélag en fyrir því fer Ragnheiður Kristinsdóttir iðjuþjálfi og foreldri í Laugarnesskóla í Reykjavík. Verkefnið miðar að því að styðja við foreldra þeirra barna sem þurfa sérstakan stuðning innan skólakerfisins og byggist á jafningjafræðslu og þekkingarmiðlun. Dugnaðarforkaverðlaun 2012 fékk Þóroddur Helgason, fræðslustjóri, fyrir ötult starf í þágu foreldra í Fjarðabyggð.

 

Alls voru 28 verkefni af ýmsum toga sem hlutu tilnefningar að þessu sinni. Auk verðlaunahafanna hlutu þrjú verkefni til viðbótar á Akranesi tilnefningar. Það voru Katrín Leifsdóttir fyrir kleinubakstur Sundfélags Akraness, Stórar morgunstundir í Brekkubæjarskóla á Akranesi og Sumarkaffi foreldrafélags leikskólans Garðasels á Akranesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is