Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. maí. 2012 10:32

ASÍ gerir ráð fyrir aukinni landsframleiðslu

Endurskoðuð spá hagdeildar Alþýðusambands Íslands gerir ráð fyrir að landsframleiðsla aukist um rétt 2% á ári næstu þrjú árin. Þetta er aðeins meiri hagvöxtur en spáð var fyrir um í febrúar sem skýrist af því að nú er gert ráð fyrir að einkaneysla muni aukast. Þá er gert er ráð fyrir að ráðstöfunatekjur aukist nokkuð sem meðal annars má rekja til áframhaldandi launahækkana, batnandi atvinnuástands og endurbóta á húsaleigu-, vaxta- og barnabótakerfinu. Endurbæturnar munu að hluta til vega upp á móti skerðingu á ráðstöfunartekjunum sem verða þegar tímabundnum aðgerðum til stuðnings skuldugum heimilum sleppir. Þrátt fyrir aukna verðbólgu gerir hagdeildin ráð fyrir að kaupmáttur ráðstöfunartekna vaxi allan spátímann sem aftur ýtir undir neyslu heimilanna. Gert er ráð fyrir að einkaneysla aukist um ríflega 3% í ár, 1,3% á næsta ári og 2,2% árið 2014.  Staðan á vinnumarkaði verður áfram erfið en batnar í takt við jákvæðar horfur í efnahagslífinu. Í ár er gert ráð fyrir að atvinnuleysið verði að meðaltali 6,2% af mannafla, 5,0% á næsta ári og verði komið í 4,6% árið 2014.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is