Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. maí. 2012 01:01

Feðgar kaupa allt hlutafé í Loftorku í Borgarnesi

Í dag var gengið frá samkomulagi um kaup feðganna Óla Jóns Gunnarssonar framkvæmdastjóra og Bergþórs Ólasonar fjármálastjóra á öllu hlutafé í Loftorku í Borgarnesi ehf. Fyrir áttu þeir feðgar um 30% hlut í fyrirtækinu en kaupa nú út fimm aðra meðfjárfesta sem að hluta eru starfsmenn en einnig voru í eigendahópnum utanaðkomandi aðilar sem komu inn í fyrirtækið við endurreisn þess árið 2009, allir með tengingu við Borgarnes. Óli Jón byrjaði að starfa hjá Loftorku árið 1984 en kom aftur til starfa eftir langt hlé árið 2005. Bergþór sonur hans byrjaði hjá fyrirtækinu sumarið 2009.

 

 

 

 

Aðspurðir segir Óli Jón Gunnarssonar að fjármunir sem fara í kaup þeirra feðga komi annarsstaðar frá en úr fyrirtæki þannig að kaupin sem slík skerði ekki fjárhagslega getu Loftorku. „Það eru ánægjuleg tíðindi fyrir okkur feðgana að þetta hafi gengið í gegn. Um leið og ég fagna þessum áfanga vil ég nota tækifærið og þakka þeim hluthöfum sem komu að félaginu við endurreisn þess sumarið 2009, fyrir gott samstarf. Það var ekki átakalaust að tryggja að félagið væri yfir höfuð til eftir það gjörningaveður sem gekk yfir byggingaiðnaðinn í kjölfar bankahrunsins,“ segir Óli Jón í samtali við Skessuhorn. Hann fagnar því að nú geti starfsmenn þessa fimmtíu ára gamla fyrirtækis horft bjartari augum til framtíðar sökum þess að nú er á ný byrjað að glaðna yfir verkefnastöðunni.

Loftorka Borgarnesi hefur um árabil verið stærsti framleiðandi forsteyptra eininga hér á landi, ásamt því að vera helsti steinröraframleiðandi landsins. Í dag starfa rétt um 60 manns hjá fyrirtækinu en fjöldinn fór niður í 45 þegar fæst var eftir hrunið. Óli Jón segir að byggingabransinn hafi verið ansi erfiður að undanförnu. „Við trúum því hins vegar að með þann öfluga hóp sem hér starfar þá verði félagið í lykilstöðu þegar hjól atvinnulífsins taka að snúast á nýjan leik. Reynsla starfsmanna er ómetanleg en þeir hafa sumir starfað hjá fyrirtækinu í yfir 30 ár við einingaframleiðslu, og sumir enn lengur við önnur störf“ segir Óli Jón.

Bergþór Ólason fjármálastjóri tekur undir með föður sínum og segir að nú sé byrjað að glaðna til í verkefnastöðunni eftir þyngsta veturinn í rekstrinum frá hruni. „Fyrsta flotbryggjan í vor fór nýverið úr húsi. Þá erum við að framleiða einingar í iðnaðarhús á Miðhrauni og nokkur einbýlishús eru í framleiðslu. Einnig er stórt verkefni fyrir Helguvík í gangi í röraframleiðslunni. Við þurftum nýverið að auglýsa eftir fleiri starfsmönnum en það hefur ekki þurft að gera síðan fyrir hrun. Félagið er gríðarlega öflugt hvað tæknilega getu varðar og framleiðslugetan er meiri en hjá öðrum innlendum einingaframleiðendum samanlagt. Á þeim grunni ætlum við að byggja til framtíðar,“ segir Bergþór og faðir hans bætir við: „Við erum fullir af eldmóði að takast á við þetta og byggja upp. Þegar birtir til erum við tilbúnir að gera Loftorku að öflugu fyrirtæki í Borgarnesi á nýjan leik.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is