Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. maí. 2012 02:01

Bátamessa Landsbjargarfólks á Akranesi á morgun

Björgunarfélag Akraness er gestgjafi á morgun þegar von er á yfir hundrað björgunarsveitarmönnum úr bátaflokkum Landsbjargar víða af landinu á Bátamessu. Sveitirnar sem senda fulltrúa sína eru um 15 talsins og koma þær sem lengsta leið eiga fyrir höndum frá Akureyri og Vík. Verða björgunarsveitarmenn á um 20 bátum og skipum. Að sögn Guðna Haraldssonar formanns sjóbjörgunarflokks Björgunarfélags Akraness eru fjögur ár síðan sjóbjörgunarfólk hittist á jafn stórri messu. „Dagskráin hefst klukkan 11 á Akraneshöfn og verður siglt á hádegi áleiðis í Þormóðssker úti af Mýrum þar sem farið verður í land og vitinn skoðaður. Eftir það tekur björgunarsveitin Brák við gestgjafahlutverkinu um tíma þegar siglt verður upp að Borgarfjarðarbrú og jafnvel farið brúna á minnstu bátunum.  

Að því loknu verður siglt á Akranes þar sem grillað verður við hús BA við Kalmansvelli.“

 

Guðni segir svona bátamessur vera mjög gagnlegar. „Menn miðla þekkingu, skoða búnað hjá hvorum öðrum og hvernig hin ýmsu mál eru leyst. Veðurspáin lofar góðu og búumst við því við skemmtilegum degi,“ segir Guðni Haraldsson í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Um sótthví

Grundarfjarðarbær

Sumarstörf 2020

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Frá bæjarstjóra, 16. mars 2020

Grundarfjarðarbær

Frá bæjarstjóra, 15. mars 2020

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is