Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. maí. 2012 10:01

Bændur æfir yfir að rallýkeppni skuli leyfð innan um lambfé

Fyrsta rallýkeppni sumarsins á vegum Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur var háð sl. föstudag og laugardag. Á seinni degi Vorralls BÍKR var ekið frá Bolabás á Þingvöllum, um Uxahryggi, þaðan farið vestur á Mýrar og ekið m.a. um Svarfhólsmúla og Hítardal. Alls var akstursleið rallýkappanna þennan síðari dag keppninnar 347 kílómetrar og þar af 97 kílómetrar á sérleiðum en þá gildir að aka eins greitt og mögulegt er. 18 áhafnir mættu til leiks í keppnina og luku 12 þeirra keppni. Úrslit urðu þau að Hilmar og Dagbjört Rún á MMC Lancer sigruðu. Í öðru sæti urðu Guðmundur og Ólafur Þór á Subaru Impreza og í þriðja sæti urðu Williamson /Troup á Tomcat.  Í tilfellum þegar rallýkeppnir eru leyfðar um vegi landsins þarf leyfi Vegagerðarinnar og viðkomandi sveitarfélags. Guðbrandur Guðbrandsson bóndi á Staðarhrauni, við Hítardalsveg, vill koma því á framfæri að ótrúlegt tillitsleysi hafi verið af hálfu Borgarbyggðar og Vegagerðarinnar að leyfa rallýakstur á þessum árstíma, þegar bændur væru í óðaönn að sleppa lambfé út.

„Einkum er ég óánægður með að þetta skuli yfirleitt heimilað í ljósi þess að þessar stofnanir eru ekki fúsar til að laga vegina þegar á þarf að halda,“ segir Guðbrandur. Hann segir að á laugardagsmorguninn hafi geyst um vegina rallýbílar með tilheyrandi hávaða og rykmengun, mönnum og skepnum til angurs og leiðinda. „Við þessa truflun er mikil hætta á að lömb flæmist undan mæðrum sínum sem eru ráðvilltar nýkomnar út eftir langa innistöðu. Ég vil koma þessu á framfæri með von um að slíkt háttarlag Borgarbyggðar og Vegagerðarinnar endurtaki sig ekki,“ segir Guðbrandur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is