Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. maí. 2012 08:58

Baráttusigur og Skagamenn á toppnum

Skagamenn sýndu mikinn sigurvilja þegar Keflvíkingar komu í heimsókn í fjórðu umferð Pepsí-deildarinnar í gærkveldi. Leikurinn var jafn og skemmtilegur og úrslit réðust ekki fyrr en í blálokin. Keflvíkingar náðu tvívegis að jafna í leiknum en Garðar Gunnlaugsson skoraði sigurmark ÍA á 90. mínútu. ÍA er með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir, 12 stig, og FH kemur í öðru sætinu með 10 stig.  Eins og í fyrri leikjum í deildinni lágu Skagamenn til baka í byrjun og Keflvíkingarnir sóttu meira fyrstu mínúturnar. En ekki leið á löngu þar til Skagamenn blésu til sóknar. Á 21. mínútu náðu þeir góðri sókn þar sem Eggert Kári Karlsson vann boltann í klafsi við teiginn. Eggert skaut boltanum í varnarmann og þaðan sveif hann inn í teiginn fram hjá Ómari markverði Keflavíkur sem var í skógarferð. Gary Martin var mættur og hafði allan tímann í heiminum til að senda boltann í mannlaust markið.

Eftir markið sóttu liðin á víxl og á 40. mínútu fengu Keflvíkingar vítaspyrnu þegar Aron Ýmir Pétursson bakvörður ÍA og Jóhann Birnir Guðmundsson vængmaður ÍBK lentu saman í teignum. Guðmundur Steinarsson þrumaði boltanum upp í vinstra hornið úr vítinu og jafnaði metin.

 

Skagamenn byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti en gestirnir létu líka að sér kveða. Á 64. mínútu sóttu Skagamenn hart og gamla brýnið Dean Martin fékk góða sendingu upp í hægra hornið. Dean, sem hafði komið inn á fyrir Eggert Kára sex mínútum áður, sendi góðan bolta á Ólaf Val Valdimarsson sem grýtti sér fram rétt við vítateigspunktinn og skallaði boltann í netið. ÍA var þar með búið að endurheimta forystuna í leiknum, staðan orðin 2:1. Það var ekkert mikið í kortunum hjá gestunum á næstu mínútum en þeir jöfnuðu þó á þeirri 73. Unglingurinn Arnór Ingvi Traustason skaut þá bylmingsskoti af rúmum tuttugu metrum, skammt fyrir utan vítateigshornið vinstra megin. Boltinn hafnaði út við stöng í nærhornið án þess að Árni Snær Ólafsson fengi rönd við reist.

 

Skagamenn höfðu fyrr í leiknum sýnt sigurvilja og baráttu og hana skorti ekki í þessari stöðu, þegar Keflvíkingar höfðu jafnað 2:2. Þeir sóttu hart á lokamínútunum og aftur kom gamla brýnið Dean Martin við sögu. Á 89. mínútu komst hann upp í hornið hægra megin og gaf góða sendingu fyrir markið. Þar tók Dary Martin við boltanum og lagði hann til hliðar á Garðar Gunnlaugsson sem skoraði með því að senda boltann snyrtilega upp í hægra hornið. Þetta reyndist sigurmark Skagamanna.

Kári Ársælsson var valinn maður leiksins og heilt yfir var varnarleikur ÍA liðsins með ágætum. Hinn miðvörðurinn Ármann Smári Björnsson þurfti að fara af velli vegna meiðsla í seinni hálfleiknum og í hans stað kom Guðmundur Böðvar Guðjónsson. Á miðjunni voru Arnar Már Guðjónsson og Jóhannes Karl drjúgir. Gary Martin sprækur frammi og Garðar Gunnlaugsson kom inn af krafti upp úr miðjum seinni hálfleik. Þórður þjálfari er óragur við að hreyfa menn í fremstu línu, en þrjár breytingar voru á liðinu frá síðasta leik. Jón Vilhelm og Óli Valur fyrir komu inn fyrir Garðar og Mark Doninger og Árni Snær í markið fyrir Pál Gísla.

 

Næsti leikur ÍA er í Garðabænum á fimmtudagskvöldið gegn Stjörnunni á gervigrasinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is