Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. maí. 2012 02:09

Guðmundur Steinn tryggði Víkingum sigur fyrir norðan

Það var sól en þó nokkur vindur þegar Víkingur Ólafsvík fór í heimsókn á Sauðárkróksvöll síðastliðinn laugardag. Mark Guðmunds Steins Hafsteinssonar, fyrirliða Víkinga, í fyrri hálfleikinn skildi liðin af og fóru gestirnir því með öll þrjú stigin að norðan. Þess má geta að Tindastóll hafði ekki tapað heimaleik á Sauðárkróki í tæp tvö ár fyrir leikinn.  Leikurinn fór heldur hægt af stað og voru heimamenn meira með boltann fyrstu mínúturnar. Það var síðan á 27. mínútu að Guðmundur Steinn kom gestunum yfir með góðu skoti í fjærhornið en hann var kominn í góða stöðu einn á móti markmanni. Markið hleypti lífi í leikinn og voru Víkingar mun líklegri til að bæta við marki þegar dómarinn flautaði til hálfleiks.

 

 

 

 

Heimamenn komu sterkari inn í seinni hálfleikinn og náðu að verjast sóknardjörfum Víkingum sem ólmir vildu bæta við marki. Tindastóll átti hins vegar ekki eitt skot á markið í seinni hálfleik. Mörkin urðu ekki fleiri og situr Víkingur Ólafsvík því í fjórða sæti 1. deildinni að loknum tveimur umferðum. Næsti leikur Víkinga er heimaleikur á móti Hetti Neskaupstað næstkomandi laugardag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is