Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. maí. 2012 08:01

Safna brjóstahöldum fyrir Rauða krossinn

Rauði kross Íslands, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Sjóvá standa fyrir söfnun á nærfatnaði í tengslum við Kvennahlaup ÍSÍ sem fram fer 16. júní nk. Svo virðist sem nærföt skili sér ekki í álíka mæli og annar fatnaður í hefðbundnum fatasöfnunum Rauða krossins. Þrátt fyrir það er eftirspurn eftir nærfatnaði og skortur á honum hjá RKÍ. Síðastliðinn mánudag mættu Stella Sigurðardóttir, leikmaður Fram og leikmaður ársins í N1 deild kvenna í handbolta og móðir hennar Soffía Bragadóttir, til Rauða krossins og gáfu fyrstu brjóstahöldin. Söfnunin mun standa yfir út júní og hægt verður að fara með fatnaðinn á söfnunarstöðvar Rauða krossins og í Sorpu. Einnig verður tekið við brjóstahöldum við rásmörk Kvennahlaupsins um allt land 16. júní.

Konur um allt land eru hvattar til að taka daginn frá og sýna samstöðu kvenna í verki. Hlaupið í ár verður á um 90 stöðum um allt land. Á Vesturlandi eru hlaupastaðir víða, m.a. á Akranesi, Borgarnesi, Reykholti, Stykkishólmi, Flatey, Grundarfirði, Ólafsvík og Snæfellsbæ. Fleiri staðir gætu átt eftir að bætast við segir í tilkynningu frá knennahlaupinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is