Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. maí. 2012 10:12

Mýrarnar álitlegur staður fyrir vindorkugarð

Þrjú svæði í Borgarbyggð eru talin áhugaverð að skoða með tilliti til beislun vindorku; svæðið neðan til á Mýrum, með farvegi Hvítár og ofan Borgarness, og ofantil í Norðurárdal, upp undir Holtavörðuheiði. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu vinnuhóps um nýtingu vindorku í Borgarbyggð sem var kynnt á fundi Borgarfjarðarstofu fyrr í mánuðinum. Hins vegar telur hópurinn rekstur stórra vindorkuvera ekki vera vænlegan kost á svæðinu eins og staðan er í dag, en ýmsir möguleikar séu á rekstri minni vindorkuvera. Að sögn Jónínu Ernu Arnardóttur, formanns stjórnar Borgarfjarðarstofu, mun sveitarfélagið halda áfram að fylgjast með þessum málum á hliðarlínunni en í dag sé beislun vindorku ekki hagkvæmur kostur í Borgarbyggð. „Rafmagnsverð hefur verið að hækka á svæðum sem eru ekki með hitaveitu og á þessum köldu svæðum, þar sem íbúar geta tengst neti Landsvirkjunar, gæti vindorkan verið áhugaverður möguleiki,“ sagði Jónína Erna í samtali við Skessuhorn.

 

Nánar er rætt við Jónínu Ernu og fjallað um nýútkomna skýrslu vinnuhóps um beislun vindorku í Borgarbyggð í Skessuhorni vikunnar sem kemur út á morgun.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is