Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. maí. 2012 09:01

Ótrúlegt hverju fólk hendir út úr bílunum

Nú í vor hafa vegfarendur væntanlega orðið varir við fólk víða við vegina, fólk sem hefur verið að taka til hendinni og vinna að landhreinsun eftir veturinn. Að minnsta kosti var blaðamaður Skessuhorns búinn að sjá nokkra við þessa iðju, þegar hann á dögunum veitti eftirtekt manni við Akrafjallsveg, skammt frá þjóðvegi eitt. Í ljós kom að þetta var Sævar Guðmundsson íbúi á Akranesi, sem lengi vann í Haferninum og HB en á ættir að rækja norður í Hjaltadal og Skagafjörð.

Skessuhornsmaður gaf sig á tal við Sævar, sem sagðist hafa gert talvert af því eftir að hann komst á eftirlaunaaldur að ganga meðfram vegunum og tína upp rusl.

„Ég geri þetta svona mest til að drepa tímann. Fer árlega einn hring í kringum fjallið og svo einstaka ferðir fyrir utan það. Hreint er með ólíkindum hverju fólki hendir út úr bílunum. Þegar best lét og nóg var af peningunum, voru heilu flíkurnar við vegina og fleiri verðmæti en þetta hefur minnkað núna upp á síðkastið. Þetta drasl við vegina núna er mikið umbúðir hverskonar, svo sem dósir og glös undan lyfjum og svo eru það geisladiskarnir í haugum stundum. Mér blöskrar oft þetta kæruleysi í fólki gagnvart náttúrunni og umhverfinu,” segir Sævar, en á þessum stutta spöl sem blaðamaður gekk með Sævari var að sjá að mikið drasl er við vegina. Mest voru það öl- og gosdrykkjaumbúðir og aðrar umbúðir auk geisladiskanna, sem greinilega er mikið af meðfram vegunum. Það efni eyðist trúlega seint í náttúrunni komi ekki til hirðusemi manna á borð við Sævars og annarra sem annt er um umhverfið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is