22. maí. 2012 04:08
Knattspyrnufélag ÍA og Errea hafa framlengt samstarfsamning til ársins 2016. Skagamenn hafa frá 2007 leikið í búningum frá Errea og mun samstarfið því ná alla vega yfir heilan áratug í það minnsta. Allir flokkar félagsins munu því áfram leika í búningum frá Errea, en í ár bætist aftur í þann hóp meistaraflokkur kvenna.
Í tilkynningu á heimasíðu ÍA segir að knattspyrnufélagið sé gríðarlega ánægt með að starfa áfram með Errea og leika í búningum frá fyrirtækinu. Samstarfið hafi gengið mjög vel allt frá upphafi og hafi vörurnar fyrir fyrirtækinu klárlega staðið undir væntingum hvað gæði varðar. ÍA-vörurnar frá Errea fást m.a. í versluninni Nínu á Akranesi og á vefsíðu Errea, www.errea.is Þess beri þó að geta að verið er að vinna að breytingum á vefversluninni þar sem að nýir vöruflokkar eru að koma í ÍA-línuna.