22. maí. 2012 07:29
Miklar tafir hafa orðið á umferð um Hvalfjarðargöng í kvöld vegna bilaðs mjólkurbíls með aftanívagni í göngunum. Um klukkan hálf sjö var lokað tímabundið fyrir umferð um göngin að norðan og þurftu sumir vegfarendur að bíða í hálftíma við gangnamunnann. Umferð á leið norður var hins vegar hleypt í gegn. Að sögn lögreglu er unnið að því að koma bifreiðinni úr göngunum.