Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. maí. 2012 06:01

Svæsin vanfóðrunarmál hafa verið að koma upp

Skessuhorn hafði spurnir af því að slæm vanfóðrunarmál hafi komið upp á Vesturlandi á liðnum vetri. Annað þeirra var á bæ í Dölum þar sem um fimmtíu kindur voru skotnar í gröf sökum vanfóðrunar. Þá hefur bær í Borgarfirði verið undir eftirliti svo árum skiptir og héraðadýralæknir af og til þurft að grípa þar til aðgerða. Þar er fjárfjöldi mikill og í vetur þurfti að taka 200 kindur af bænum og koma þeim fyrir á öðrum á bæ til fóðrunar. Fólkið sem tók við fénu fékk heimild til að fella um helminginn af hópnum, það er þann hluta sem var lamblaus. Flora-Josephine Hagen Liste héraðsdýralæknir Vesturumdæmis staðfestir þetta, en aðspurð segir hún erfitt að gera sér grein fyrir hvort ástandið í þessum málum sé verra í vetur en áður, því sveiflur séu milli ára.

 

 

 

 

Þorsteinn Ólafsson, sérgreinadýralæknir Matvælastofnunar, sem hefur yfirumsjón með heilbrigði, velferð og aðbúnaði búpenings segir að í vetur hafi komið upp fleiri og verri vanfóðrunarmál á búpeningi en frá því hann tók við starfi hjá Matvælastofnun árið 2009. Hann segir að sér blöskri þetta ástand í dýraverndunarmálum og það sé áhyggjuefni að þessi mál berist oft of seint inn á borð stofnunarinnar. Þau séu þá oft komin í algjört óefni.

 

Kerfisbreyting hluti skýringar

Þorsteinn nefnir að í lok aprílmánaðar hafa 50 kindum á tveimur bæjum á Austurlandi verið lógað vegna vanfóðrunar og þá hafi svæsið mál komið upp á Vesturlandi, eins og fyrr er nefnt. Þorsteinn segir að kannski sé hluti skýringarinnar á því að fleiri mál hafa komið upp í vetur en síðustu ár, sú breyting sem gerð var á embættum héraðsdýralækna á liðnu hausti. Eftir að þeim var breytt í að héraðsdýralæknar gegna nú eingöngu eftirlitshlutverki, hafi þeir meiri tíma en áður til að sinna vanfóðrunar- og dýraverndarmálum.

Flora-Josephine Hagen Liste héraðsdýralæknir Vesturumdæmis tekur undir þetta álit Þorsteins. Hún segir að það sé ekki aðeins aukinn tími sem nú sé hjá héraðsdýralæknum til að fást við þessi mál, heldur líka að það sé mun þægilegra fyrir héraðsdýralækninn að þurfa ekki lengur að vera í návíginu við fólk sem vanfóðri skepnur sínar. Það sé ekki ákjósanlegt að þurfa bæði að vera strangur við þá og einnig veita þeim dýralæknaþjónustu, það fari ekki saman. Eins gefi þessi karfisbreyting héraðsdýralæknaembættunum betri tíma til að funda og samræma aðgerðir. Allt þetta bæti og auki samskiptin við yfirstofnunina, Matvælastofnun.

 

Ótrúlega slæmt ástand

Þorsteinn Ólafsson sérgreinadýralæknir segir að ástandið í þessum málum sé ótrúlegt. Það sé ekki aðeins vanfóðrun á sauðfé sem við er að fást, heldur séu dæmi um nokkur afskipti vegna útigangs búsmala eins og grindhoraðra folaldsmera. Hann segir aðbúnað hrossa víða í ólagi og einnig hafi sést dæmi þess sama með nautgripi. Þorsteinn segir að erfitt árferði síðasta sumar, og í kjölfarið minni og lakari hey, sé ekki skýringin á þessu slæma ástandi. Hann telji skýringanna að leita til annarra þátta. Þetta sé samfélagslegt mein sem að hans álíti að oft megi rekja til andlegra þátta, svo sem óreglu, þunglyndis eða verkkvíða. Þorsteinn leggur áherslu á að skylt sé að tilkynna grun um vanfóðrun eða slæma meðferð á skepnum. Bændur verði sjálfir að standa vaktina og þeir sem upplýsingar veiti þurfi ekki óttast vegna nágrennis að nöfn þeirra verði gefin upp. Það ríki þagnarskylda hjá starfsmönnum Matvælastofnunar hvað það snertir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is