Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. maí. 2012 10:01

Stefna að byggingu fiskpróteinverksmiðju í Grundarfirði

Miðvikudaginn 16. maí síðastliðinn stóð félagið Snæprótein, sem undirbýr stofnun fiskimjölsverksmiðju á Snæfellsnesi, fyrir fundi í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík. Efni fundarins var kynning á væntanlegri uppbyggingu og rekstri lítillar próteinverksmiðju sem vinna á mjöl og lýsi í Grundarfirði. Áhugamönnum um slíkan rekstur var boðið til fundarins en sérstaklega var forsvarsmönnum sjávarútvegsfyrirtækja á Snæfellsnesi boðið, ásamt fulltrúum viðskiptabankanna, forsvarsmönnum sveitarfélaganna, fulltrúum Atvinnuráðgjafar Vesturlands auk stjórnar og hluthöfum í Þróunarfélagi Snæfellinga. Sturla Böðvarsson framkvæmdastjóri Þróunarfélags Snæfellinga setti fundinn og kynnti í stuttu máli að forsvarsmenn sjávarútvegsfyrirtækisins G.Run. hefðu í samstarfi við Héðinn hf. velt fyrir sér í töluverðan tíma að reisa verksmiðju þar sem ný tækni yrði notuð til að vinna slóg og fiskúrgang sem til fellur við vinnslu sjávarfangs, en ekki er nýtt til frekari verðmætasköpunar í dag.

 

Ítarlega er sagt frá efni fundarins í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is