Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. maí. 2012 05:46

Landsbankinn lokar mörgum útibúum

Landsbankinn hefur ákveðið að hagræða í rekstri bankans með aðgerðum sem ná jafnt til höfuðstöðva og útibúa, landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis, eins og segir í tilkynningu frá bankanum. Meðal breytinganna nú er lokun útibúa bankans í Grundarfirði og á Króksfjarðarnesi, en auk þess ýmist sameining eða lokun útibúa á Austurlandi, Vestfjörðum og í Reykjavík auk sameiningar deilda í höfuðstöðvum bankans. Starfsmönnum bankans mun fækka um 50 við þessar aðgerðir, 29 starfsmönnum hefur verið sagt upp en 15 verið boðinn starfslokasamningur vegna aldurs og verða tryggð full réttindi. Aðrir sem nú hætta höfðu áður sagt upp störfum. Bankinn áætlar að um 400 milljónir króna sparist á ári með þessum breytingum. „Þrátt fyrir þessar aðgerðir mun Landsbankinn eftir sem áður reka víðfeðmasta útibúanet landsins með 38 afgreiðslur og útibú. Mikil áhersla er lögð á að þjónusta við viðskiptavini raskist sem minnst. 

Sú breyting sem verður á útibúanetinu skýrist að stórum hluta af þróun og breytingu á viðskiptaháttum, en um 80% allra samskipta við banka eru orðin rafræn eða um síma. Heimsóknum í útibú hefur því fækkað hratt á síðustu árum. Þau útibú sem eftir standa verða stærri en þau sem fyrir eru og munu geta veitt betri og viðtækari þjónustu,“ segir m.a. í tilkynningu frá bankanum.

 

Meðal breytinganna nú er að afgreiðslu LÍ á Króksfjarðarnesi verður lokað en stefnt að áframhaldandi þjónustuheimsóknum á Reykhóla. Afgreiðsla í Grundarfirði verður sameinuð útibúi Landsbankans í Snæfellsbæ. Síðasti starfsdagur í útibúum sem lögð verða niður er fimmtudagurinn 31. maí. Samtals verður átta afgreiðslustöðvum og útibúum lokað eða starfsemin sameinuð öðru útibúi. Afgreiðslum bankans á Flateyri og í Súðavík verður lokað en útibúið á Ísafirði og afgreiðsla á Þingeyri veita þjónustu á þessu svæði. Afgreiðslu á Bíldudal er lokað en útibúin á Patreksfirði og Tálknafirði annast þjónustu. Þá verða útibú á Eskifirði og Fáskrúðsfirði sameinuð útibúinu á Reyðarfirði sem verður í lykilhlutverki í Fjarðabyggð og nágrenni. Einnig verða breytingar í Reykjavík, útibúið í Árbæ verður sameinað útibúinu í Grafarholti við Vínlandsleið en áfram starfrækt afgreiðsla í Árbænum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is