Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. maí. 2012 10:47

Gott stig Skagamanna í Garðabænum

Skagamenn sóttu gott stig í Garðabæinn í gærkveldi þegar ÍA mætti Stjörnunni í fimmtu umferð Pepsídeildarinnar. Hvort lið skoraði eitt mark og eru Skagamenn enn á toppi deildarinnar með 13 stig, FH og KR eru með tíu og Stjarnan níu. Leikurinn í Garðabænum var fjörugur og jafntefli sanngjörn úrslit þegar upp var staðið. Bæði lið virðast líkleg til að halda sér í efri hluta deildarinnar í sumar.  Þórður Þórðarson þjálfari gerði þrjár breytingar á liðinu frá síðasta leik. Páll Gísli kom í markið að nýju fyrir Árna Snæ, Guðmundur Böðvar Guðjónsson kom í hægri bakvarðarstöðuna fyrir Aron Ými og Mark Doninger fyrir Eggert Kára Karlsson.

 

 

 

 

Fyrri hálfleikur var jafn en afgerandi færi litu þó ekki dagsins fyrr en stundarfjórðungur var liðinn. Þá fengu Skagamenn nokkur góð færi, m.a. dauðafæri á 18. mínútu þegar tveir sóknarmenn ÍA liðsins komust innfyrir en mistókst að skora. Heimamenn sóttu síðan meira þegar leið á og uppskáru vítaspyrnu á 44. mínútu þegar einn Stjörnumaður var felldur í teignum. Garðar Jóhannsson skoraði úr tvítekinni spyrnunni, en Kristinn Jakobsson dómari taldi að Páll Gísli hefði stigið fram í teiginn áður en hann varði fyrri spyrnu Garðars. Skagamönnum fannst sá dómur ósanngjarn.

 

ÍA liðið byrjaði seinni hálfleikinn með stórsókn þar sem Mark Doningar skaut framhjá úr dauðafæri. Eftir það var meira að gerast upp við hitt markið þar til ÍA náði góðri sókn á 73. mínútu. Jóhannes Karl tók þá aukaspyrnu, Ármann Smári Björnsson skallaði inn í teiginn á Garðar Gunnlaugsson sem skoraði af stuttu færi. Garðar var þá nýlega kominn inn á fyrir Jón Vilhelm Ákason og skiptingar Þórðar þjálfara eru því enn að ganga upp. Á lokakafla leiksins voru Skagamenn skeinuhættari í sóknaraðgerðum, en jafntefli niðurstaðan og ekki ósanngjörn úrslit. ÍA liðið fær nú hvíld frá keppni í rúma viku vegna landsleikahlés. Næsti leikur liðsins í Pepsídeildinni verður gegn lærisveinum Guðjóns Þórðarsonar í Grindavík laugardaginn 2. júní.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is