Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. maí. 2012 12:46

Vilja tryggja yfirráðarétt á Landsbankahúsinu

Um nokkurt skeið hafa forsvarsmenn Akraneskaupstaðar átt í viðræðum við Landsbankann, sem jafnframt er viðskiptabanki bæjarins, um kaup á gamla Landsbankahúsinu við Akratorg. Fyrir liggja drög að samkomulagi um kaup á húsinu með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar sem ætla má að fjalla muni um málið á næstunni. Árni Múli Jónasson bæjarstjóri sagði í samtali við Skessuhorn að þeir sem hefðu fyrir hönd Akraneskaupstaðar átt í viðræðum um málið við Landsbankann, teldu kaup bæjarins á húsinu afar mikilvæg til að geta hafið uppbyggingu gamla bæjarins á Akranesi.

„Við teljum það vera afskaplega eftirsóknarvert að ná yfirráðarétti á Landsbankahúsinu. Starfsemi í þessu húsi verður beinlínis að falla vel að og samræmast uppbyggingu og ásýnd Akratorgs og gamla miðbæjarins, sem við hljótum að hafa að markmiði að fegra og efla og draga þangað meira mannlíf. Ef húsið verður selt á frjálsum markaði er alls óvíst með það,” segir Árni Múli.

Bæjarstjórinn segir að umrætt kaupverðið fyrir Landbankahúsið sé 35 milljónir króna og telur það lágt með tilliti til mikilvægis þess að geta ráðið notkun hússins til lengri og skemmri tíma. Árni Múli segir að menn sjái fyrir sér ýmis verkefni sem heppilegt væri að nýta Landsbankahúsið fyrir og það mætti gera mjög fljótlega og án mikils tilkostnaðar. Þar megi nefna upplýsingamiðstöð ferðamála og jafnvel endurhæfingarhúsið HVER og aðstöðu fyrir Símenntunarmiðstöð Vesturlands, þannig að hægt væri að nýta betur þá þjónustu. Þá vanti eldri borgara betri aðstöðu fyrir starfsemi og þannig mætti áfram telja, en endanleg ákvörðun um kaup og ráðstöfun væri að sjálfsögðu í hendi bæjarstjórnar. Árni segir að ef húsið verði keypt yrði væntanlega sérstökum starfshóp falið að fjalla um nýtingu þess til lengri tíma litið, en m.a hafi verið nefnt að húsið gæti hugsanlega orðið ráðhús kaupstaðarins síðar meir.

„Við teljum að þessi kaup myndu flýta uppbyggingu gamla bæjarins og færa þangað líf, annars er mikil hætt á að þau mál yrðu í biðstöðu um ókomin ár. Í þessu samhengi má rifja upp að meðal annars liggur fyrir verðlaunahugmynd um endurgerð Akratorgsins, sem að mínu mati er mjög áhugavert að styðjast við eins og aðstæður leyfa. Ég tel að nýting húsa í nágrenni við torgið skipti þar miklu máli. Öll bæjarfélög vilja vera stolt af sínum miðbæjum og ég held við eigum að huga að öllum okkar möguleikum hér á Akranesi í tíma. Ef við stöndum ekki vörð um gamla bæinn og þann mikla sjarma sem gömlu húsin hafa, allar þær áhugaverðu tengingar sem gamli bærinn hefur við söguna og sjálfsmynd bæjarbúa, er hættan sú að með tíð og tíma verði Akranes eins og eitt af úthverfum höfuðborgarsvæðisins,” segir Árni Múli Jónasson bæjarstjóri.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is