Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. maí. 2012 02:42

Hernámssetur opnað í Hvalfirði

Hernámssetur var opnað með pompi og prakt að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd síðastliðinn laugardag. Tæplega tvö hundruð manns mættu við opnunina sem stóð milli kl. 14 og 16. Arnheiður Hjörleifsdóttir á Bjarteyjarsandi leiddi dagskrána, sendiherrar Bretlands, Bandaríkjanna og Rússlands héldu ávörp, Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar, klippti á borða og opnaði safnið formlega og þá lék djasshljómsveitin Tonteria nokkur lög. Guðjón Sigmundsson staðarhaldari á Hlöðum, Gaui litli, segir opnunina hafa gengið vel og að almenn ánægja sé með setrið. „Menn voru ofsalega kátir með þetta og töldu þetta með merkari menningarviðburðum í Hvalfjarðarsveit til margra ára,“ sagði hann og hló. Gaui segir safnið vera fræðslusetur og tilgangurinn sé að varveita þessa sögu til frásagnar. „Við stefnum að því að vera með ýmsa viðburði í tengslum við safnið og þá mun Magnús Þór Hafsteinsson, sem skrifaði bókina Dauðinn í Dumbshafi, verða með fyrirlestra fyrir hópa.“

 

 

 

 

Sjón er sögu ríkari

Hernámssetrið hefur verið í undirbúningi í um eitt og hálft ár en verkefnið var styrkt af Hvalfjarðarsveit, Menningarráði Vesturlands og Norðuráli.

Gaui segir fjölmarga hafa komið færandi hendi en á safninu má finna aragrúa ljósmynda, búninga og bóka um hernámsárin. „Þá hringdi gamall maður í mig eftir að hafa séð umfjöllun um safnið í sjónvarpinu. Hann átti í fórum sínum gamlan kæliskáp frá hernum sem hann ætlaði að farga, en við drifum okkur að sjálfsögðu af stað og sóttum hann. Ég vil nota tækifærið og hvetja fólk eindregið til að láta okkur vita ef það liggur á einhverjum hermunum, sama hversu ómerkilegir þeim finnast þeir vera,“ sagði Gaui að lokum.

Hernámssetrið er opið milli kl. 13 og 19 á virkum dögum, á sama tíma og sundlaugin að Hlöðum, en um helgar er opnun eftir samkomulagi. Aðgangseyrir er 500 krónur en frítt er inn fyrir börn yngri en tólf ára.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is