Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. maí. 2012 01:30

Sterkari stjórnsýsla – hagnýtt nám fyrir stjórnendur í sveitarfélögum

Forstöðumenn og sviðsstjórar í níu sveitarfélögum útskrifuðust á vormánuðum úr námi á vegum Háskólans á Bifröst, en námsleið þessi nefnist Sterkari stjórnsýsla. Þátttakendur voru 25 og luku þar með 3ja mánaða fjarnámi þar sem áhersla var lögð á mannauðsstjórnun og hlutverk stjórnandans, stjórnsýslurétt, siðfræði, breytingastjórnun, fjármál og áætlanagerð.  Svo vel mæltist námið fyrir að fyrirhugað er að bæta við nýjum nemendahópi næsta haust. Námið er miðað að sviðsstjórum og forstöðumönnum stofnana, svo sem safna, íþróttamiðstöðva, félagsmiðstöðva og sambýla. Það hentar einnig stjórnendum grunnskóla, leikskóla, tónlistar- og tómstundaskóla og öðrum stjórnendum með mannaforráð í stjórnsýslunni.

 

 

 

 

Markmiðin með náminu eru að auka þekkingu, hæfni og leikni stjórnenda innan sveitarfélaga til þess að takast á við krefjandi starfsumhverfi og auka samvinnu þeirra í milli. Námið fór fram í fjarnámi ásamt þremur vinnulotum á Bifröst og spannar 12 vikna tímabil. Námsfyrirkomulagið er með þeim hætti að kennd er ein námsgrein í einu og spannar hver lota eina til þrjár vikur. Fyrirlestrar eru þrír til sex í hverju námskeiði og eru birtir á fjarnámsvef skólans. Þar að auki eru kennslustundir á vinnuhelgunum þar sem lögð er áhersla á hópavinnu nemenda. Námsmat er í formi verkefnaskila sem unnin eru ýmist í hópum, pörum eða einstaklingsverkefni. Samhliða náminu vinna nemendur í hópum að lokaverkefni að eigin vali. Tilgangur lokaverkefnanna er að þjálfa nemendur í að greina tækifæri til samvinnu, þjálfa nemendur í þverfaglegum vinnubrögðum og tengja ólík sjónarhorn og fræði inn í verkefni og hvetja nemendur til að sýna frumkvæði og nota skapandi úrlausnarleiðir.

Að námi loknu eiga nemendur að hafa meiri þekkingu á ýmsum sviðum stjórnunar, geta skilgreint hlutverk stjórnenda og tekist á við siðfræðilegar spurningar tengdar störfum sínum. Sömuleiðis ættu nemendur að vera betur í stakk búnir til þess að takast á við og stjórna breytingum í starfsumhverfi sínu og móta framtíðarsýn fyrir þær stofnanir sem þeir leiða, auki þess að geta hagnýtt sér í daglegum störfum grundvallarþekkingu á þeim lögum og reglum sem tengjast starfssviði þeirra, svo sem á sviði stjórnsýsluréttar og vinnuréttar.

Sterkari stjórnsýsla hefst að nýju með vinnuhelgi á Bifröst 21.-22. september 2012 og er umsóknarfrestur til 15. júní. Nánari upplýsingar um námið veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, verkefnastjóri símenntunar í síma 433-3015 og með tölvupósti geirlaug@bifrost.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is