Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. maí. 2012 02:02

Samið um endurbætur á eldra húsnæði DAB

Í morgun var undirritaður samningur milli stjórnar Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi og Byggingarfélagsins Borgfirðingar ehf. um framkvæmdir við endurbætur á eldra húsnæði dvalarheimilisins. Að BB standa nokkur verktakafyrirtæki í héraðinu en félagið er alverktaki í stækkun DAB sem tekin verður í notkun eftir um einn mánuð. DAB fékk nýverið úthlutað 118 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra til verkefnisins sem felur í sér endurbætta aðstöðu íbúa sem og starfsfólks. Þegar allar framkvæmdir verða yfirstaðnar mun heildarfjöldi herbergja í húsnæði dvalarheimilisins verða 50, í nýju álmunni sem vígð verður í sumar eru 32 herbergi og í eldri álmunni verða 18 herbergi.

Að sögn Björns Bjarka Þorsteinssonar framkvæmdastjóra DAB er framkvæmdin við endurbæturnar þríþætt. Fyrsti áfanginn er gerð nýs anddyris sem nú þegar verður hafist handa við. Samningurinn felur í sér að áður en september gengur í garð verður byrjað á framkvæmdum við annan áfanga sem er viðgerð á öllum hæðum nýrri hluta eldri húsakosts. Þriðji og síðasti áfanginn eru framkvæmdir við elsta hluta hússins og eru verklok samkvæmt verksamningi 31. janúar 2014. Aðstaða íbúa jafnt sem starfsfólks mun batna mikið með þessari framkvæmd. „Það er mikið ánægjuefni að við skulum ná samfellu í framkvæmdir. Að þeim loknum verður aðbúnaður sá sami hjá öllu heimilisfólki,” segir Bjarki.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is