29. maí. 2012 09:01
Rekstrarhagnaður Orkuveitu Reykjavíkur var 4,9 milljarðar króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Það er afkomubati fyrir fjármagnsliði og skatta um liðlega 42% frá sama tímabili í fyrra. Ytri þættir, svo sem þróun álverðs og gengi krónunnar, voru heildarafkomu fyrirtækisins áfram óhagstæðir. Tekjur Orkuveitunnar jukust um liðlega fimmtung á milli tímabila en útgjöldin um 5% á verðlagi hvors árs. Við samþykkt Aðgerðaráætlunar OR og eigenda í marslok 2011 var gripið til umfangsmikilla sparnaðaraðgerða. Kostnaðarauki milli áranna 2011 og 2012 er minni en sem nemur verðbólgu, þrátt fyrir ýmsar verðhækkanir. Gjaldskrárhækkanir skýra auknar tekjur. Uppgjör samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur fyrir 1. ársfjórðung 2012 var samþykkt af stjórn fyrirtækisins sl. föstudag.
Hægt er að sjá helstu rekstrarstærðir í tilkynningu á vef OR; www.or.is