Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. maí. 2012 10:01

Sumarlestur í Bókasafni Akraness

Nú þegar grunnskóla lýkur hefst Sumarlestur fyrir börn á Bókasafni Akraness við Dalbraut 1. Sumarlesturinn hefst 1. júní og stendur yfir til 10. ágúst. Verkefnið er miðað að 6-12 ára börnum og hefur það að markmiði að hvetja til yndislesturs og viðhalda þannig og auka við þá lestrarfærni sem börnin hafa öðlast yfir veturinn. Lestur eflir málþroska bætir orðaforða, eykur þekkingu, auðveldar nám og örvar ímyndunaraflið, segir í tilkynningu frá Halldóru Jónsdóttur bæjarbókaverði.  Þegar börnin skrá sig til þátttöku fá þau afhenta lestrardagbók. Í hana skrá þau þær bækur sem þau lesa í sumar. Börnin fá stimpil í dagbókina sína og „bókamiða” til að festa í „netið,” fyrir hverja lesna bók. Lestrinum lýkur formlega 15. ágúst með “Húllum-hæi” hátíð í Bókasafni Akraness, þar sem farið verður í ratleik og fleira skemmtilegt. Nokkrir heppnir þátttakendur verða dregnir úr þátttökupottinum og hljóta glaðning frá styrktaraðilum. Styrktaraðilar Sumarlestrar í ár eru Verslunin Nína og Galleri Ozone.

 

 

 

Sumarlesturinn tekur við af yndislestri í skólanum. Þess má geta að í vetur tóku grunnskólabörn á aldrinum 6-12 ára um land allt þátt í vali á Bestu barnabókinni sem kom út árið 2011. Um 250 börn á Akranesi tóku þátt og fjögur þeirra voru dregin úr pottinum og fengu þátttökuverðlaun frá Bókasafni Akraness. Að mati barna á Akranesi var besta frumsamda bókin Víti í Vestmannaeyjum eftir Gunnar Helgason og Dagbók Kidda klaufa: ekki í herinn! eftir Jeff Kinney í þýðingu Helga Jónssonar, var valin besta þýdda bókin. Bókasafnið hvetur alla krakka á aldrinum 6-12 ára að vera með í Sumarlestrinum í ár. Lestur er bestur!

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is