Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. maí. 2012 06:28

Endurvinnslutunnunni dreift í Snæfellsbæ

Í byrjun næsta mánaðar fá íbúar Snæfellsbæjar endurvinnslutunnu við hvert heimili, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Þá verða tvær tunnur við hvert hús í stað einnar, ein fyrir almennt sorp og önnur fyrir flokkað. Þá verður einnig gerð breyting á núverandi fyrirkomulagi á sorphirðu og í stað þess að sorpið sé tekið á tíu daga fresti þá verður það gert á fjórtán daga fresti og „græna tunnan“ verður tæmd einu sinni í mánuði. Að sögn Kristins Jónassonar, bæjarstjóra Snæfellsbæjar, er verkefnið liður í Earth Check vottun Snæfellsness og markmiðið að gera sveitarfélagið enn umhverfisvænna.

 

 

 

 

 

„Þetta er eitt skref af mörgum en í framtíðinni stefnum við til dæmis á að taka upp svokallað „tunna í tunnu“ kerfi en í þriðju tunnuna fer þá allur lífrænn úrgangur. Við erum að gera þetta í skrefum,“ sagði Kristinn í samtali við Skessuhorn. Aðspurður um viðbrögð bæjarbúa segist hann þau hafa verið afar jákvæð. „Það er nú bara þannig að það eru yfirleitt íbúarnir sjálfir sem eru að þrýsta á sveitarstjórnir að taka á umhverfismálunum. Gámaþjónustan hefur hingað til boðið íbúum upp á að vera valkvætt með endurvinnslutunnuna og það hafa verið á milli 60 og 70 einstaklingar sem hafa nýtt sér þann kost, en staðið fyrir kostnaði sjálfir. Nú fá allir íbúar Snæfellsbæjar tunnuna,“ sagði Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is