Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. maí. 2012 03:25

Kútterinn Westward Ho á leið til Akraness

Í byrjun júnímánaðar árið 2010 sigldi kútterinn Westward Ho frá Þórshöfn til Akraness og Reykjavíkur í tengslum við Hátíð hafsins. Þórshöfn og Faxaflóahafnir sf. hafa nú gert samkomulag til að auka tengsl Íslendinga og Færeyinga og minna á sögu og samstarf á sviði siglinga og fiskveiða. Westward Ho mun samkvæmt samkomulaginu sigla til Faxaflóahafna á Hátíð hafsins 2012 og á þriggja ára fresti eftir það. Á þeim árum sem siglt er munu Þórshöfn og Faxaflóahafnir tryggja að jöfnu framlag til siglingarinnar allt að 70.000 Dkr. hvor aðili, það er um ein og hálf milljón íslenskra króna.

 

 

 

 

Kútterinn er nú á leið til Íslands og kemur að höfn á Akranesi á fimmtudaginn og verður til sýnis á föstudaginn. Því næst verður Westward Ho siglt til Reykjavíkur. Skipinu verður svo siglt aftur til Þórshafnar og þar verður Íslandsdagsskrá við komu skipsins. Í áhöfn kúttersins eru 16 manns, átta Færeyingar og átta Íslendingar. Áhöfn skipsins skal í hverri siglingu milli landanna vera skipuð Færeyingum og Íslendingum og leitast verður við að hafa kynjaskiptingu áhafnarinnar jafna. Um borð verður fræðsla um skútuöldina í Færeyjum og á Íslandi ásamt fræðslu um siglingu seglskipa. Þegar skipið kemur svo til Íslands verður lögð áhersla á að kynna Færeyjar, Þórshöfn og færeyska menningu. Við komu kúttersins til Færeyja verður kynning á Íslandi, íslenskri menningu, Akranesi, Borgarbyggð og Reykjavík.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is