Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. maí. 2012 02:01

Hættir störfum eftir tæp fimmtíu ár á skurðstofunni á Akranesi

Ekki er algengt að fólk verji öllum sínum starfsaldri á sama vinnustaðnum en það gerði hún Kristrún Guðmundsdóttir sem hefur unnið sem aðstoðarstúlka á skurðstofu á Sjúkrahúsinu á Akranesi í nær fimmtíu ár. Hún viðurkennir að það hljóti að teljast sérstakt að hún hafi verið jafn lengi á sama stað – og alltaf á skurðstofunni. „Ég breytti meira að segja aldrei til innan sjúkrahússins, var bara þarna,“ sagði hún þegar hún settist niður með blaðamanni Skessuhorns í síðustu viku. Kristrún, sem er yfirleitt kölluð Kiddý, segir ýmislegt hafa breyst frá því hún hóf störf á skurðstofunni. Öll áhöld hafi til dæmis verið endurnýtt í þá daga og þá hefur skurðstofan einnig tvisvar skipt um húsakynni á þessu tímabili. Við ræðum við Kristrúnu um lífið á skurðstofunni, sviptingarnar sem orðið hafa í greininni og það sem við tekur nú þegar hún hefur sagt skilið við sjúkrahúsið.

 

Viðtalið við Kristrúnu Guðmundsdóttur er að finna í heild sinni í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is