Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. maí. 2012 09:01

"Það var hefðarkona í hverju húsi"

Oft berast inn á ritstjórn Skessuhorns uppástungur um fólk sem lesendur vilja gjarna sjá samtöl við í blaðinu. Þannig var með Oddnýju Þorkelsdóttur í Borgarnesi, konu á 92. aldursári sem um tíðina hefur sett svip sinn á bæjarlífið, m.a. við píanóundirleik allt frá unglingsaldri, með kórum, kvartettum og einsöngvurum, auk orgelsleiks við messusöng í kirkjum víða um Vesturland. Hún var um tíma organisti bæði í Borgarneskirkju og Stafholti. Þegar blaðamaður Skessuhorns hafði samband við Oddnýju kvaðst hún svo sem ekki hafa frá miklu að segja en hann gæti svo sem alveg kíkt í kaffi. Annað kom á daginn, Oddný hafði frá ýmsu skemmtilegu að segja og endaði hún spjall sitt við blaðamann með því að setjast við píanóið og spila „Til eru fræ,” þannig að Haukur Morthens hefði verið vel sáttur með. Og ekki nóg með það, ekki kom til greina að gesturinn færi án þess að drekka kaffi og fá þessa fínu karamellutertu með. Geri betur með slíkan viðurgerning fólk sem komið er á tíræðisaldur.

 

Oddný Þorkelsdóttir í Borgarnesi rifjar upp gamlar minningar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is