Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. maí. 2012 08:01

Tekur sér ársfrí eftir að hafa dúxað í Fjölbrautaskóla Vesturlands

Kristín Björk Lárusdóttir útskrifaðist nú á dögunum úr Fjölbrautaskóla Vesturlands með bestan árangur á stúdentsprófi á vorönn 2012, ásamt því að fá viðurkenningar fyrir góðan árangur í stærðfræði, eðlis- og efnafræði, líffræði og fyrir störf að félags- og menningarmálum. Það má því með sanni segja að þessi unga stúlka hafi staðið sig með afbrigðum vel því að auki fékk hún námsstyrk Akraneskaupstaðar og lauk stúdentsprófi á einungis þremur árum.

 

 

 

 

En hvað er framundan hjá Kristínu? ,,Í sumar verð ég að vinna í Apóteki Vesturlands þar sem ég hef verið undanfarin sumur. Þar að auki er ég að æfa með 2. flokki/meistaradeild kvenna hjá ÍA og þar er nóg að gera hjá okkur. Í haust er stefnan tekin á interrail með vinkonu minni í nokkra mánuði þar sem við ætlum að skoða okkur um á mismunandi stöðum um heiminn og svo hef ég sett mig í samband við Nínukot þar sem ég sótti um að fá að komast í sjálfboðaliðastarf í Afríku í vetur. Þar vonast ég til að geta verið fram á vor þegar ég kem heim fyrir undirbúning fyrir inntökupróf í læknisfræði við Háskóla Íslands.”

Kristín er fædd og uppalin á Akranesi og hefur verið að læra á þverflautu ásamt því að æfa fótbolta frá unga aldri. Hún er dóttir Sveinborgar Kristjánsdóttur og Lárusar Ársælssonar og á eina eldri systur, Ingu Þóru sem á soninn Björn Leó sem Kristín segir vera ljósið í lífi sínu. ,,Það versta við að fara út, eins skemmtilegt og lærdómsríkt og það verður, er að fara frá Birni Leó sem er ekki nema 18 mánaða og algjör gleðigjafi. En það verður þá bara enn skemmtilegra að sjá hann þá aftur í vor,” segir Kristín sem lítur björtum augum til framtíðarinnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is