Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. maí. 2012 06:25

Fylgdist með Eurovision í Baku

„Síðasta sumar var ég að vinna með tveimur daufblindum stelpum og önnur þeirra, Áslaug Ýr Hjartardóttir, sigraði í ritgerðarsamkeppni um að komast á Eurovision. Aðstoðarmaðurinn hennar var hins vegar að útskrifast sömu helgi og komst því ekki með henni. Hún vildi ekki bjóða foreldrum sínum með, fannst það hallærislegt, og bauð mér því í staðinn,“ segir Þóra Lind Þórsdóttir, táknmálstúlkur frá Grundarfirði, sem skellti sér til Azerbaijan í síðustu viku.

 

 

 

 

Þóra Lind og Áslaug Ýr voru í Azerbaijan frá miðvikudegi til sunnudags. Ferðalagið til Baku var ansi langt en þær stöllur flugu fyrst til Noregs, þaðan til Istanbul og loks til Baku. Alls voru 15 fötluðum börnum í Evrópu boðið að koma og fylgjast með Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár.

Að sögn Þóru Lindar var skipulögð dagskrá fyrir hópinn allan tímann. „Við skoðuðum meðal annars miðborgina sem er ótrúlega falleg. Síðan fórum við í siglingu eitt kvöldið og sigldum mjög nálægt Kristalshöllinni þar sem keppnin fór fram. Hún er mjög flott, breytti um liti og skaut geislum upp í loftið. Við gistum hins vegar í hálfgerðu úthverfi af úthverfi borgarinnar í þvílíkri villu. Þar voru sundlaugar, leiktæki og fótboltavellir í garðinum en við máttum hins vegar ekkert fara út fyrir hann. Þegar við spurðum hvort við máttum ganga niður í búð og kaupa sólarvörn fengum við til dæmis neikvætt svar. Þau sem báru ábyrgð á okkur hljóta að hafa verið hrædd um að við yrðum rænd,“ segir Þóra Lind og hlær.

Aðspurð hvernig keppnin sjálf hafi verið segist hún hafa gert sér ákveðnar væntingar áður en hún fór út. „Keppnin var mjög flott en ég held að ég myndi ekki vilja fara aftur. Held að heimapartýin heima á Íslandi eigi betur við mig,“ segir Þóra og bætir við að eflaust hefði verið skemmtilegra ef Ísland hefði fengið fleiri stig. „Ég hélt með Svíþjóð en Áslaug hélt með Noregi svo hún var pínu svekkt,“ segir Þóra Lind að lokum en bætir því við að þær stöllur hafi þó komið glaðar og þreyttar heim eftir ferðina síðasta sunnudag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is