Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. maí. 2012 02:54

Uxahryggjavegur merktur á skiltum sem ófær

Jón Gíslason á Lundi í Lundarreykjadal kom á framfæri við Skessuhorn fyrirspurn og athugasemd til Vegagerðarinnar um hvort Uxahryggjavegur er opinn - eða lokaður. Segir hann að samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar sé Uxahryggjaleið opin og raunar sé honum kunnugt um að hún hafi verið greiðfær síðan í maíbyrjun. Engu að síður standi skilti við mynni Lundarreykjadals, bæði að norðanverðu og sunnan, sem segja veg 52 ófæran 25 km þaðan frá, sem þá ætti að vera nálægt Þverfelli, en vegur 52 liggur inn Lundarreykjadal sunnanverðan að Þingvöllum. „Með þessu er verið að leggja stein í götu þeirra sem fara vilja þessa leið og það ætti ekki að vera hlutverk Vegagerðarinnar. Yfir þessu hefur oftar en einu sinni verið kvartað til Vegagerðarinnar án þess það breyti neinu. Því langar mig að fá svör Vegagerðarinnar við því hvers vegna vegur 52 er auglýstur ófær og hvort hann er merktur ófær þar sem farið er inn á hann á Þingvöllum,” segir Jón Gíslason.

 

 

 

 

Hjá Vegagerðinni í Borgarnesi fengust þau svör að vissulega væri vegurinn yfir Uxahryggi fær og hægt væri að misskilja merkingar á skiltunum, en þar er átt við að vegurinn um Kaldadal væri ófær. Valgeir Ingólfsson hjá Vegagerðinni sagði skiltin gömul og vissulega væri orðið tímabært að endurnýja þau og gera þau þannig úr garði að ekki sé hægt að misskilja hvað á þeim stendur. Aðspurður vegna fyrirspurnar Jóns á Lundi, sagði hann ekkert skilti um ófæran veg vera Þingavallamegin inn á Uxahryggjaveginn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is