Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. maí. 2012 09:38

Heimsdagur án tóbaks í dag – Herferðin „Reyklausir vinnustaðir“ hafin

Í dag er Heimsdagur án tóbaks. Það er Alþjóða heilbrigðis-málastofnunin (WHO) sem stendur að deginum og er markmið hans að minna heimsbyggðina á gildi lífs án tóbaks. Í tilefni Heimsdagsins hleypir Vinnuverndarstofnun Evrópu (EU-OSHA) af stokkunum sérstaktri vitundarherferð undir yfirskriftinni „Reyklausir vinnustaðir.“ Með henni vill EU-OSHA senda ákall til atvinnurekenda og starfsmanna um að útrýma tóbaksreyk í umhverfi vinnustaða um alla Evrópu, án tillits til lagaumgjarðarinnar í viðkomandi aðildarríki. Í fréttatilkynningu frá EU-OSHA segir að markmið stofnunarinnar með herferðinni sé einnig að bregða ljósi á „rangar staðreyndir“ um reykingar á vinnustöðum. Öfugt við það sem margir halda þá getur ekkert loftræstikerfi útrýmt reyk að fullu og reyksvæði innandyra menga ávallt loftið í reyklausum herbergjum. Þá leiða reyksvæði, sem staðsett eru við dyragættir, glugga eða loftop bygginga, oft til tóbaksreyks á vinnustöðum vegna gegnumtrekks. EU-OSHA leggur áherslu á að reykherbergi koma ekki í veg fyrir að starfsmenn verði fyrir áhrifum tóbaksreyks vegna þess að ræstingarfólk, sem vinnur á svæðinu, andar að sér hinu mengaða lofti.

Á ári hverju er yfir hálf milljón dauðsfalla í ríkjum Evrópusambandsins (ESB) talin tengjast reykingum. Þar af eru 79.000 dauðsföll sem eingöngu eru talin tengjast tóbaksreyk í umhverfinu. Um þessar mundir hafa flest ESB lönd sett lög um reykleysi eða algjört bann gegn reykingum í lokuðum almenningsrýmum, þrátt fyrir að gildissvið laganna sé mismunandi frá einu landi til annars. Samkvæmt tilmælum frá ráðherraráði ESB frá 2009 eiga öll lönd sambandsins að hafi lokið innleiðingu viðkomandi laga til þess að vernda þegna sína að fullu gegn tóbaksreyk í lokuðum almenningsrýmum, á vinnustöðum og í almenningssamgöngum fyrir lok þessa árs.

 

Vegna herferðarinnar hefur EU-OSHA útbúið sérstakt kynningarefni fyrir fólk á vinnustöðum. Til dæmis nokkra kynningarbæklinga fyrir vinnuveitendur, reyklaust fólk á vinnustöðum og loks reykingarfólk. Þá má nálgast hér að neðan.

 

Bæklingur fyrir vinnuveitendur.

 

Bæklingur fyrir reyklaust fólk á vinnustöðum.

 

Bæklingur fyrir reykingafólk á vinnustöðum.

 

Einnig má finna fleiri upplýsingar um herferðina á vefsíðu EU-OSHA. Vefsíðan er á íslensku og má sjá hana hér.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is