Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. maí. 2012 11:53

Forsetaframbjóðendur á faraldsfæti

Forseta-frambjóðandinn Þóra Arnórsdóttir hélt opinn fund á Landnámssetrinu í Borgarnesi á þriðjudagskvöldið og verður í Gaðarkaffi á Akranesi í kvöld. Um 90 gestir mættu á fundinn í Borgarnesi til að hlýða á mál Þóru, sem samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum hefur upp undir sama fylgi og núverandi forseti og mótframbjóðandi. Fundurinn fór þannig fram að Þóra hélt framsögu þar sem hún ræddi m.a. um sýn sína á embættið og hvert hlutverk forsetans eigi að vera í þjóðmálaumræðunni. Lagði hún áherslu á að forsetinn ætti ekki að taka þátt í hinni daglegu pólitísku umræðu en ætti, ef umdeild mál kæmu upp, að beita sér fyrir sem mestu samráði um málsmeðferð líkt og hefð væri fyrir hjá fyrri forsetum lýðveldisins. Að framsögu lokinni gafst gestum færi á að spyrja Þóru spurninga og spunnust líflegar umræður m.a. um synjunarvald forseta, hlutverk hans og framkomu á erlendri grundu, fálkaorður og aðkomu forsetans að almennri umræðu í landinu.

 

 

 

 

Þegar Þóra tilkynnti framboð sitt til forseta sagðist hún vil koma með nýja tón í umræðuna á Íslandi. Aðspurð, að fundi loknum, hvernig gengi að slá hinn nýja tón sagði Þóra að það gengi vel. Henni hafi verið tekið vel hvar sem hún kæmi og væri greinilegt að knýjandi þörf væri fyrir annarri nálgun á viðfangsefni forsetaembættisins og landsmálanna. Viðhorf gesta á fundinum í Borgarnesi hafi sýnt fram á þetta. Þóra er líkt og aðrir frambjóðendur á faraldsfæti um landið nú um stundir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is