01. júní. 2012 09:01
Grundfirðingar taka á móti Kára frá Akranesi í 3. deild karla í knattspyrnu kl. 20 í kvöld. Kári er fyrir leikinn í fjórða sæti C riðils eftir tvær umferðir en Grundfirðingar í því fimmta og eiga leik til góða. Það má því búast við spennandi viðureign á Grundarfjarðarvelli í kvöld og hvetur Skessuhorn Vestlendinga alla til að fjölmenna á völlinn. Að auki má geta þess að ÍA mætir Þrótti Reykjavík á Valbjarnarvelli í 1. deild kvenna kl. 20 í kvöld.