Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. júní. 2012 06:44

Salernishús ítrekað leiksoppur skemmdarvarga

Ítrekað hefur þurft að loka salernishúsi við Langasand á Akranesi sökum þess að þar hafa verið unnin skemmdarverk. Kristján Gunnarsson umsjónarmaður fasteigna hjá Akraneskaupstað segir að þetta sé bæði ný og gömul saga. Ákaflega hvimleitt sé að þetta sé svona, ekki síst þar sem fjármunir séu takmarkaðir til viðhalds. Kostnaður vegna þessara skemmda sé fljótur að telja og slæmt að fólk skuli ekki láta af þessari iðju.

Kristján segir að venjulega séu snyrtingarnar við Langasand lokaðar að vetrinum. Síðasta haust hafi verið ákveðið að hafa þær opnar fram eftir vetri en þurft að hætta við það vegna tjóns sem unnið var á aðstöðunni. Í vor voru snyrtingarnar opnaðar um miðjan aprílmánuð, en  í tvígang  hafa verið unnar skemmdir á þeim síðan, síðast fyrir rúmri viku þegar rúða var brotin og möl borin inn í klefann. „Við þyrftum að fá fólk í lið með okkur til að stoppa svona framferði en aðferðin til þess liggur ekki alveg í augum uppi,” segir Kristján.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is