Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. maí. 2012 03:04

Jón Bjarnason biðlar opinberlega til eigin þingflokks um Landsbankamálefni

Jón Bjarnason alþingismaður VG hefur sent þingflokki sínum formlega beiðni um að VG skori á stjórnendur Landsbankans að fresta og endurskoða boðaðar lokanir á starfsstöðvum sínum á landsbyggðinni á morgun, föstudaginn 1. júní 2012. „Hér með óska ég eftir að þingflokkur VG sendi áskorun á stjórnendur og eigendur Landsbankans um að fresta og endurskoða áform sín um lokanir starfsstöðva sinna á landsbyggðinni sem boðaðar eru frá 1. júní nk. Fyrirvaralausar lokanir og skerðing á þessari grunnþjónustu í dreifðum byggðarlögum samrýmist hvorki stefnu VG í almannaþjónustu og byggðamálum né heldur siðlegum vinnubrögðum og samfélagsábyrgð þjónustustofnunar eins og Landsbankinn er. Skorað er á stjórnendur Landsbankans að taka strax upp viðræður við heimaaðila og sveitarstjórnir á viðkomandi svæðum um tilhögun þjónustunnar ef nauðsynlegt er að breyta þar um.“

 

 

 

 

Þá segir Jón í beiðni sinni að Landsbankinn þurfi að sjálfsögðu að geta haldið stöðu sinni í samkeppni, ekki aðeins með arði til eigenda sinna, heldur einnig í þjónustu og viðskiptavild. „Eðlilegt er að gera ríkar kröfur til Landsbankans sem ríkisbanka á landsvísu um vinnubrögð og samfélagsskyldur. Lagt er til að þingflokkur VG hafi forgöngu um að kveðið verðið skýrt á um þessar skyldur í eigendastefnu Landsbankans reynist þess þörf. Minnt er á að starfsemi Landsbankans í minni byggðarlögum skiptir miklu máli fyrir heildarþjónustustig við íbúa á viðkomandi svæðum. Víða á Landsbankinn þar í samstarfi við aðra aðila, eins og Íslandspóst og fleiri, sem með þessum lokunum er sett í uppnám.“

 

Aðspurður segir Jón í samtali við Skessuhorn að hann hafi ekki fengið svar frá Birni Val Gíslasyni formanni þingsflokks VG hvort flokkurinn standi sameiginlega að þessari ályktun. Þá var beiðni Jóns hafnað um utandagskrárumræðu á Alþingi í dag, þar sem hann óskaði eftir umræðu um lokun útibúa Landsbankans.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is