Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. maí. 2012 04:02

Sinubruni á Laxárdalsheiði - kviknaði í út frá sígarettu

Slökkvilið Dalabyggðar var kallað út í gærkvöldi vegna sinubruna á Laxárdalsheiði. Eldur hafði hlaupið í sinu út frá sígarettuglóð en fólk var við girðingavinnu á svæðinu þegar eldurinn braust út. Að sögn Jóhannesar Hauks Haukssonar slökkviliðsstjóra fór betur en á horfðist. „Bruninn var á mjög erfiðum stað, langt frá þjóðvegi, og aðeins hægt að komast þangað á fjallajeppum og fjórhjólum. Erfitt hefði verið að ráða niðurlögum eldsins ef hann hefði náð að breiðst út. Alls fóru þrír slökkviliðsmenn og þrír björgunarsveitamenn, auk lögreglu, á vettvang á jeppa, fjórhjóli og sexhjóli,“ sagði Jóhannes í samtali við Skessuhorn en þetta var um einn hektari sem brann. Jóhannes Björgvinsson lögregluvarðstjóri í Búðardal segir þetta hafa sloppið afar vel. „Á tímabili leit þetta illa út vegna veðurs, en það var norðan strekkingur þegar við fengum útkallið. Síðan gerði stafalogn og fólkið sem var statt á heiðinni var nánast búið að slökkva eldinn þegar við komum á vettvang,“ sagði hann.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is