01. júní. 2012 01:01
Á hádegi í dag var opnuð ný vefsíða Skólablaðsins Eglu, sem er skólablað nemenda Menntaskóla Borgarfjarðar. „Fyrsta tölublaðið kom út í apríl, en nú er búið að færa út kvíarnar. Á vefsíðunni verður greint frá helstu viðburðum félagslífsins, myndir birtar og fleira skemmtilegt. Þá verður reynt að hafa sem fjölbreyttast efni, sem á ef til vill betur við á vefsíðu en í prentuðu skólablaði. Þá er 1. tbl. Eglu inni á vefsíðunni," segir í tilkynningu frá nemendum MB.
Slóðin er www.skolablad.is