Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. júní. 2012 04:01

Hjólar hringinn með Parkinson

Sunnudaginn 3. júní næstkomandi hefur Snorri Már Snorrason hringferð um landið á reiðhjóli en Snorri, sem er 47 ára, var greindur með Parkinson sjúkdóminn fyrir átta árum. Hann er metinn 75% öryrki en heldur starfsorku sinni með líkamsþjálfun og hreyfingu. Nú hefur hann ákveðið að hjóla hringinn í kringum landið og safna áheitum í leiðinni. Áheitasöfnunin er með heldur óvenjulegu sniði því hann vill ekki fá peninga frá fólki heldur vill hann fá fólk til þess að hreyfa sig. Það var Guðfinna Sveinsdóttir á Akranesi sem vakti athygli Skessuhorns á Skemmtiferðinni, eins og Snorri kýs að kalla hringferðina, en Guðfinna hefur glímt við Parkinson sjúkdóminn í tólf ár. Hún sat ásamt Snorra í stjórn Parkinsonsamtakanna á Íslandi og deilir áhugamáli hans um hreyfingu. „Það skiptir öllu máli að vera í góðri þjálfun þegar maður er greindur með jafn erfiðan sjúkdóm og Parkinson. Að mínu mati er ekki lögð nógu mikil áhersla á þetta,“ sagði Guðfinna í samtali við Skessuhorn og segist vona að framtak Snorra verði hvatning til annarra til þess að hreyfa sig meira.

 

Kemur við á Laxárbakka

Fyrsta dagleið Snorra nær frá Reykjavík til Borgarness en þetta eru alls 110 kílómetrar. Lagt verður af stað klukkan tíu á sunnudagsmorgun frá Prentsmiðjunni Odda á Höfðabakka 3. Snorri hvetur fólk til að slást í för með sér eitthvað áleiðis en hverri dagleið er skipt upp í smærri einingar. Þess má geta að Snorri mun koma við á Laxárbakka í Hvalfjarðarsveit um kl. 16 á sunnudaginn og eru Vestlendingar hvattir til að mæta þangað, hvort sem það er labbandi eða á hjóli, og taka vel á móti honum. „Parkinsonsjúkdómurinn er ekki þægilegur ferðafélagi í daglegu lífi og hörmulegur hjólafélagi. Ég ætla mér þó ekki að stinga sjúkdóminn af heldur frekar að koma þeim skilaboðum á framfæri að ég stjórna en ekki hann,“ segir Snorri meðal annars á heimasíðu sinni.

Nánar má lesa um Skemmtiferðina á heimasíðu Parkinsonsamtakanna á Íslandi www.psi.is.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is