Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. júní. 2012 01:20

Framboð Ástþórs dæmt ógilt og verða því sex manns í forsetakjöri

Innanríkisráðuneytið gaf í dag út auglýsingu um framboð til kjörs forseta Íslands sem fara á fram 30. júní nk. Þar kemur fram að framboð sex frambjóðenda eru dæmd gild en Ástþór Magnússon Wium verður ekki í kjöri.

Í tilkynningu innanríkisráðuneytisins segir: „Fyrir lok framboðsfrests 25. maí 2012 barst einnig framboð Ástþórs Magnússonar Wium, sem búsettur er erlendis en með dvalarstað að Vogaseli 1 í Reykjavík. Framboðinu fylgdi samþykki frambjóðanda og meðmæli samtals 1.886 kosningarbærra manna samkvæmt vottorðum yfirkjörstjórna. Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis upplýsti Ástþór Magnússon Wium og innanríkisráðuneytið 25. maí 2012 að allar forsendur væru brostnar fyrir útgáfu vottorðs gildra meðmæla úr Vestfirðingafjórðungi sem kjörstjórnin hafði gefið út til hans 22. maí 2012.

Yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis, Reykjavíkurkjördæmis suður og Reykjavíkurkjördæmis norður gáfu út vottorð með fyrirvara um gildi undirskrifta meðmælenda með framboði hans. Yfirkjörstjórnir Suðurkjördæmis og Suðvesturkjördæmis vottuðu meðmælendalista Ástþórs án athugasemda.

 

Innanríkisráðuneytið telur að þar sem ekki liggur fyrir lögboðið vottorð yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis séu ekki uppfyllt ákvæði 4. gr. laga um framboð og kjör forseta Íslands, nr. 36/1945, og því verður framboð Ástþórs Magnússonar Wium ekki metið gilt. Jafnframt telur innanríkisráðuneytið að gera verði þá kröfu að vottorð sem frambjóðandi leggur fram á grundvelli 4. gr. laga um framboð og kjör forseta Íslands skuli gefin án fyrirvara um gildi þeirra.

 

Í kjöri til forseta verða því:

Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, Skildinganesi 4, Reykjavík

Ari Trausti Guðmundsson, Fannafold 132, Reykjavík

Hannes Bjarnason, Bjarnastöðum, Akrahreppi

Herdís Þorgeirsdóttir, Hávallagötu 9, Reykjavík

Ólafur Ragnar Grímsson, Bessastöðum, Sveitarfélaginu Álftanesi

Þóra Arnórsdóttir, Hjallabraut 66, Hafnarfirði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is