Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. júní. 2012 06:01

Hópbílar taka við Akranesferðum á morgun – þráðlaust net í boði

Í gær, föstudag, voru undirritaðir samningar milli Akraneskaupstaðar, Hópbíla og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um akstur strætisvagna milli Akranes og Mosfellsbæjar eða leið 57. Fyrirtækið Hópbílar munu nú hafa umsjón með Akranesferðum og munu formlega taka við akstrinum á morgun, sunnudaginn 3. júní. Hópbílar munu taka í notkun glænýja vagna í þessum ferðum. Annars vegar verða tveir Irisbus vagnar notaðir sem taka 53 farþega í sæti hvor og hins vegar einn stærri vagn á álagstímum sem mun taka 68 farþega í sæti. Nýju vagnarnir eru sérstaklega útbúnir til millibæjaraksturs, þykja rúmgóðir og búnir öryggisbeltum í öllum sætum. Að auki verður þráðlaust net í boði í vögnunum svo farþegar geti tengst netinu, einnig sem við nokkur sæti verður hægt að tengjast rafmagni. Forráðamenn Strætó búast við því að nettenging verði komin í Akranesvagna á næstu vikum. Akstur mun fylgja sömu tímatöflu og áður hefur verið auglýst. Áfram verður ekið frá Akratorgi að Háholti í Mosfellsbæ. Akstursleið mun loks breytast í september, þegar leið 57 tengist ferðum til Akureyrar. Þá mun endastöðin syðra vera í Mjódd.

 

Að sögn Árna Múla Jónassonar bæjarstjóra Akraneskaupstaðar vonast bæjaryfirvöld eftir því að nýju vagnarnir muni bæta þjónustu við farþega. Mikilvægt sé að til sé staðar öflugur og góður kostur fyrir íbúa í almenningssamgöngum. Árni segir að bæjaryfirvöld hafi samþykkt að farþegum verði ekki leyft að standa í stæðum í Akranesferðum. Stærri vagn ætti þó að koma til móts við aukna eftirspurn á álagstímum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is