Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. júní. 2012 09:01

Kári hafði betur í Vesturlandsslagnum

Grundarfjörður og Kári áttust við í sannkölluðum Vesturlandsslag í blíðskaparveðri föstudaginn 1. júní síðastliðinn. Fyrri hálfleikur var frekar tíðindalítill en bæði lið spiluðu varfærnislega til að byrja með. Staðan í hálfleik var markalaus. Í seinni hálfleik voru ekki liðnar nema fjórar mínútur þegar að einum Grundfirðingi var brugðið inni í vítateig Káramanna og dómarinn flautaði og benti á vítapunktinn. Predrag Milosavljevic steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi 1-0 heimamönnum í vil. Við þetta mark bökkuðu Grundfirðingar aðeins og Káramenn spýttu í lófana og byrjuðu að sækja meira. Það bar svo árangur á 68. mínútu þegar að Gísli Freyr Brynjarsson jafnaði metin í 1-1 með góðu skoti í fjærhornið. Aðeins sjö mínútum síðar var Gísli Freyr svo aftur á ferðinni þegar hann skoraði stórglæsilegt mark og kom Kára yfir í leiknum 1-2.

Grundarfjörður reyndi að sækja meira og freistaði þess að jafna metin en það voru Káramenn sem áttu lokaorðið. Misskilningur var í vörn heimamanna og gamla brýnið Valdimar Kristmunds Sigurðsson, spilandi þjálfari Kára, slapp einn inn fyrir vörnina og kom Kára í 3-1 og þar við sat. Við þetta fór Kári í annað sætið í riðlinum með 6 stig eftir þrjá leiki en Grundfirðingar eru í næst neðsta sæti án stiga eftir tvo leiki. Næsti leikur Kára er svo útileikur gegn Þrótti Vogum mánudaginn 11. júní næstkomandi en á sama tíma fer Grundarfjörður inn í Stykkishólm til að etja kappi við nágranna sína í Snæfelli.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is